Forsíða
Velkomin á Wikipediu,
frjálsa alfræðiritið sem allir geta unnið að.
60.867 greinar á íslensku.
Makt myrkranna
Makt myrkranna er gotnesk hrollvekja eftir Valdimar Ásmundsson sem var auglýst sem þýðing úr ensku á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker. Makt myrkranna var í raun byggð á fyrri endursögn á Drakúla á sænsku eftir „A-e“, Mörkrets makter. Báðar endursagnirnar eru nokkuð ólíkar Drakúla á ensku og talið er að þær hafi verið byggðar á fyrri drögum Stokers að skáldsögunni.
Makt myrkranna birtist sem framhaldssaga í blaðinu Fjallkonunni frá janúar 1900 til mars 1901. Valdimar Ásmundsson, sem var sagður þýðandi sögunnar, var eiginmaður Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, þáverandi ritstjóra Fjallkonunnar. Árið 1901 gaf Valdimar Makt myrkranna út á bók í Reykjavík og sagði útgefendur vera „nokkra prentara“. Fyrsti hluti Maktar myrkranna, sem nær yfir blaðsíður 5–167, fjallar um ferð Tómasar Harkers (sem heitir Jonathan Harker í frumtexta Stokers) til hallar Drakúla í Sjöborgalandi en annar hlutinn er endursögn á síðari hlutum Drakúla. Bókinni fylgdi formáli sem sagður var ritaður af Bram Stoker í ágúst 1898, rúmu ári eftir að Drakúla var birt í Englandi í maí 1897.
Vissir þú...

- … að stærsta kirkja í heimi var byggð í borginni Yamoussoukro að undirlagi Félix Houphouët-Boigny, fyrsta forseta Fílabeinsstrandarinnar?
- … að vísað er til vísindaskáldsögu Jules Verne, Leyndardóma Snæfellsjökuls, í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness?
- … að rendurnar á fána Líberíu tákna þá ellefu sem undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu Líberíu?
- … að serbneska rétttrúnaðarkirkjan segist búa yfir kristnum helgum dómum eins og hægri hönd Jóhannesar skírara og hönd og höfuðkúpu heilags Georgs?
- … að í Þýskalandi nasismans var lag eftir Horst Wessel (sjá mynd), nasista sem var myrtur árið 1930, sungið á eftir þýska þjóðsöngnum við nánast allar opinberar athafnir?
Fréttir

- 4. desember: Þungunarrof er heimilað í Færeyjum.
- 29. nóvember: Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er kjörið fyrsti formaður Pírata.
- 17. nóvember: Sheikh Hasina Wazed (sjá mynd), fyrrum forsætisráðherra Bangladess, er dæmd til dauða fyrir glæpi gegn mannúð.
- 10. nóvember: Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir af sér sem ríkislögreglustjóri.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát: Frank Gehry (5. desember) • Jón Ásgeirsson (21. nóvember) • Helgi Pétursson (16. nóvember)
7. desember
- 2000 - Hindúahofið Kadisoka fannst við Yogyakarta í Indónesíu.
- 2004 - Hamid Karzai tók við embætti sem fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganistan.
- 2005 - Evrópusambandið fór að nota þjóðarlénið .eu sem kom í stað .eu.int.
- 2008 - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol.
- 2009 - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar 2009 hófst í Kaupmannahöfn.
- 2010 - Ástralski blaðamaðurinn Julian Assange var handtekinn í London grunaður um kynferðisbrot.
- 2013 - Níundi ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar samþykkti Balípakkann um alþjóðlegar viðskiptahindranir.
- 2018 - Alþjóðafjarskiptasambandið lýsti því yfir að fyrir lok þessa árs hefði yfir helmingur mannkyns aðgang að Internetinu.
Systurverkefni
|
|